Hafa samband

Spurt & svarað

Hvar fæ ég límmiða til að setja í framrúðuna?

Það er alger óþarfi að hafa límmiða á bílnum hjá þér. Allir bílastæðaverðir fletta upp bílnúmeri í tölvu, sama hvernig borgað er. Þú þarft einungis vera viss um að rétt bílnúmer sé slegið inn í appið og sért að velja rétt svæði.

Get ég fengið áminningar?

Þegar þú hefur valið svæðið sem þú ert að leggja í og velur að skrá þig í stæði þá er þér boðið að velja hvort Parka sendir þér áminningar á 1, 2, 3 eða 4 tíma fresti.

Get ég fengið endurgreitt?

Allar greiðslur í gegnum Parka eru gjaldfærðar beint á greiðslugátt rekstraraðila hvers svæðis fyrir sig svo Parka getur ekki framkvæmt neinar bakfærslur heldur sér viðeigandi rekstraraðili um það hverju sinni. Það er á ábyrgð hvers notanda fyrir sig að bæði muna að skrá sig út og tryggja að útskráning heppnist hverju sinni.

Hafa samband

Endilega sendu okkur skilaboð ef þig vantar aðstoð við eitthvað varðandi Parka eða vilt forvitnast eitthvað frekar um þjónustu okkar.