Skilmálar

Skilmálar

View Terms & conditions in English

  • Parka app ehf. (4210180300) er eigandi Parka snjallforritsins og Parka.is (hér eftir nefnt Parka).
  • Computer Vision ehf. kt. 480616-2270, (hér eftir nefnt CV) er eigandi Parka app ehf. & rekstraraðili Parka.
  • Með Parka er hægt að greiða fyrir gjöld þegar ekið er inn á gjaldskyld svæði þar sem m.a. Smart Access kerfi CV er í notkun, svæðum sem Bílastæðasjóður Reykjavíkur hefur umsjón með.
  • Bílastæða- og þjónustugjöld sem greidd eru með Parka eru ávallt samkvæmt gjaldskrá hvers svæðis eða aðila og er greiðslukort gjaldfært á greiðslugátt viðeigandi rekstraraðila.
  • Notandi Parka er ábyrgur fyrir að upplýsingar sem gefnar eru upp séu réttar.
  • Snjalltæki þarf nettengingu þegar vara eða þjónusta er keypt, sbr. aðgangur að svæði s.s. aðgangur að bílastæði og gjaldskildu svæði.
  • Hverskyns misnotkun á Parka er ólögleg og verða þeir sem staðnir eru að slíku kærðir til lögreglu.
  • Hægt er að greiða fyrir dvöl á gjaldskyldusvæði með kreditkorti, nánar tiltekið VISA, MasterCard, American Express, VISA Electron og Maestro.
  • Andvirði keyptrar þjónustu er gjaldfært af korti viðskiptavinar innan við sólarhring eftir að viðskiptavinur hefur framkvæmd greiðslu. CV áskilur sér rétt til að gjaldfæra greiðslukort síðar af tæknilegum orsökum
  • Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir að velja rétt gjaldsvæði og gjald þegar framkvæma á greiðslu.
  • Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir að skrá ökutæki úr stæði í þeim tilfellum þar sem hægt er að skrá ökutæki í og úr stæðum.
  • Þar sem greiðslur eru gjaldfærðar beint á greiðslugáttir hvers rekstraraðila fyrir sig getur Parka eða CV ekki framkvæmt neinar endurgreiðslur, heldur aðeins vísað beiðnum á viðeigandi rekstraraðila.
  • CV er ekki ábyrgt fyrir þeirri þjónustu sem boðið er uppá á hverju gjaldsvæði eða af hverju rekstraraðila.
  • Parka meðhöndlar allar persónuupplýsingar í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
  • CV ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði fyrirtækisins eða notanda eða af öðrum orsökum, sem kunna að valda því að upplýsingar séu ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast þjónustunni.
  • CV ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við Parka, vafra eða stýrikerfi notanda eða tölvukerfi CV, eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að aðgerðir með Parkas geta ekki farið fram eða verða með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana.
  • CV ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila. CV ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til rangra aðgerða notanda eða annars aðila. CV ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h. Enn fremur ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).
  • Öryggis- og persónuverndarstefna CV telst hluti af þessum skilmálum. Stefnan inniheldur ítarlegar upplýsingar um öryggismál og meðferð CV á persónuupplýsingum þínum. CV áskilur sér rétt til að uppfæra Öryggis- og persónuverndarstefnuna og er ávallt sú útgáfa í gildi sem er aðgengileg á hverjum tíma á vefsvæðinu parka.is
  • CV kann að breyta þessum skilmálum. Komi til breytinga verða allar breytingar við þessa skilmála aðgengilegar á vefsvæði parka.is
  • Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
  •